saman röðuð skjáskot af verkefni

Valitor • Rafræn umsóknargátt

Fleiri kúnnar á skemmri tíma.

Valitor og Kolibri hafa á árinu 2019 unnið saman að þróun á lausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Bretlandseyjum.

spjaldtölva sem sýnir skjáskot af verkefni

Reiðufé eða rafrænar greiðslur

Valitor hefur verið með starfsemi í Bretlandi um nokkur tíma. Það eru mikil tækifæri á markaði þar sem þróun yfir í stafrænar lausnir hefur verið mun hægari en t.d. hér á landi. Þá eru lítil og meðalstór bresk fyrirtæki oft ekki búin að koma sér upp rafrænum greiðsluleiðum og treysta á reiðufé í viðskiptum sínum.
Ferlið að koma þessum smærri fyrirtækjum í viðskipti hjá Valitor er flókið ferli og getur tekið sölumenn langan tíma að ganga frá skráningu. Því var tekin ákvörðun um að einfalda ferlið og þróa stafræna þjónustu til að takast á við áskorunina.

Notandinn í fyrsta sæti.

vinnuferli sýnt á töflu
vinnuferli sýnt með miðum

Frumgerðin að leiðarljósi

Notendarannsóknir og úrvinnsla þeirra markaði upphaf verkefnisins. Kolibri tók að sér Discovery sem fól í sér að greina vandamálið og koma með tillögu að úrlausn þess. Niðurstöður notendarannsókna voru notaðar sem hráefni inn í hönnunarsprett með hagsmunaaðilum innan Valitor. Afurðin úr þeim hönnunarspretti var frumgerð að stafrænni þjónustu sem var svo tekin í prófanir á notendum.

Frumgerðin var svo notuð sem leiðarljós í þróunarfasa verkefnisins þar sem teymið sem stóð að þróuninni gat ítrekað notast við hana til að ganga úr skugga um að rétt væri að málum staðið.

Þremur mánuðum eftir að þróun hófst var fyrsta útgáfa vörunnar komin í loftið og tilbúin til notkunar hjá sölufólki Valitor í Bretlandi.

Öflug og nákvæm gagnaöflun.

snjallsími sem sýnir skjáskot af verkefni
snjallsími sem sýnir skjáskot af verkefni

Stafrænt ferli

Afurðin er rafræn umsóknargátt sem styður fjölþættar þjónustur. Gáttin styður öflugri gagnaöflun en áður og því hefur mistökum og villum fækkað til muna. Umsóknarferlið tekur margfallt skemmri tíma og því eru möguleikar sölufólks Valitor á því að sækja fleiri viðskiptavini mun meiri.

spjaldtölva og snjallsími sem sýna skjáskot af verkefni

“Ég er virkilega ánægður með samstarf okkar við Kolibri. Fagmennska, frumkvæði, hæft starfsfólk og góð umgjörð er eitthvað sem einkennir þeirra vinnubrögð. Kolibri leiddi okkur í gegnum nýja nálgun við lausn verkefna sem við munum klárlega nýta okkur í framtíðinni.”

Gunnar Sigurjónsson, forstöðumaður hjá Þróun og Rekstri, Valitor