Kolibri teymi

Hugbúnaðarnýsköpun kallar á teymisvinnu. Síðan árið 2007 höfum við byggt upp og ræktað yfir 100 teymi í hugbúnaðarþróun og nýsköpun. Hjá Kolibri tengjum við saman stefnumótun, markaðsmál, hönnun, forritun og stjórnun.

Teymisvinna
byrjar á tilganginum

Lykillinn að farsælli hugbúnaðarnýsköpun er náið samstarf. Við tengjumst þínu fyrirtæki með því að mynda öflugt teymi sem vinnur í markvissum takti að sameiginlegum markmiðum.

Áhugaverðustu og bestu vörurnar verða til þegar við tengjum saman þverfaglegan hóp af fólki sem vinnur náið saman.

Teymisþjálfari

Forritarar

Hönnuðir

Stjórnendur

Forritarar

Konsept skilgreint fyrir vöruna sem á að þróa og ákveðið hvernig heimurinn á að breytast með vörunni.

Teymið er myndað og stillir sig saman um sýn, markmið og markhópa vörunnar.

Fyrsta útgáfa

Fyrstu útgáfunni er rúllað út, eins fljótt og hægt er, til fyrirfram ákveðins markhóps. Næsta útgáfa skilgreind og þannig heldur leikurinn áfram.

Önnur útgáfa

Þjónustuupplifun
sem skapar sérstöðu

Markmiðið er að þróa stafrænar viðskiptaupplifarnir sem skapa þínu fyrirtæki sérstöðu. Við trúum því að árangur komi með sérstöðu og að hún muni tryggja tryggð núverandi viðskiptavina og laða að nýja. Sérstaðan kemur með stafrænum viðskiptaupplifunum og hugbúnaðarnýsköpun í teymum.