Fræðsla

Við leggjum mikið upp úr fyrsta flokks vinnubrögðum. Við erum forvitin og óhrædd við að prófa nýjungar og höfum sankað að okkur reynslu sem getur nýst öðrum.

Þjónustan

Þekking og færni í stafrænni þróun

Námskeið í vöruþróun og nýsköpun

Við höldum reglulega eins dags opið námskeið þar sem við deilum öllum helstu aðferðunum sem Kolibri notar til að ná árangri fyrir viðskiptavini. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að efla þekkingu sína og vinnubrögð í stafrænni vöruþróun. Markmiðið er að þátttakendur geti tekið það sem nýtist, dýpkað skilninginn og hrint í framkvæmd á sínum vinnustað.

Leiðbeinendur eru Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri og sérfræðingur í notendaupplifun, og Baldur Kristjánsson, verkefnastjóri og ráðgjafi.

Næsta námskeið verður haldið í september 2024. Fylgdu okkur á Facebook eða LinkedIn til að fá að vita um leið og skráning hefst!

Lífleg fræðsla fyrir fyrirtækjahópa

Kolibri hefur markað sér sérstöðu með öflugri teymisvinnu og notendamiðaðri stafrænni vöruþróun. Í gegnum árin höfum við verið óhrædd að prófa nýjungar, á sama tíma og vinnubrögð sem tíðkast í leiðandi tæknifyrirtækjum heimsins hafa skotið rótum í okkar vinnu. Þessi reynsla nýtist öllum sem starfa við stafræna þróun og við erum óhrædd við að miðla henni áfram. Við bjóðum upp á fræðsluerindi og námskeið. Þar leggjum við áherslu á að vera upplýsandi og gera efnið auðmeltanlegt, en um leið skemmtilegt.

Í hnotskurn

Hvað gerum við?

 • Hugvekjur
 • Fræðsluerindi
 • Námskeið
 • Gestafyrirlestrar

Dæmigerð nálgun

Kjarni

 • 1-2 leiðbeinendur

Dæmigerð lengd

 • Frá 30 mínútum upp í 2 daga

Dæmi um efni

 • Hönnunarhugsun og hönnunarsprettir
 • Notendarannsóknir, endurgjöf og notendaprófanir
 • Betri vinnustofur og fundir
 • Agile grunnreglur og aðferðir (Scrum, Kanban)
 • Vörustýring og skapandi umbætur á stafrænum vörum
Verkefni

Lausnir úr þjónustunni