Hvað viltu finna?
Gjörbreytt nálgun á nýjum Já.is

Árið var 2012 og forsíða Já.is hafði enn sömu áherslur og Yahoo.com árið 1997. Það var kominn tími á nýjar áherslur og þá sérstaklega á hraðara aðgengi að því sem skiptir máli og að gera vefinn aðgengilegan fyrir alla skjái.

Samstarfsaðili

Ár

2012 - 2013

Teymi

5 frá Kolibri
7 frá Já

Verkliðir

Hönnun
Notendareynsla
Forritun

Útkoma

Vefur

Hlekkir

Já.is

Þarfir notanda
í fyrirrúmi

Þolinmæðin fyrir einhverjum krúsídúllum er ekkert endilega til staðar þegar þú veist hvað þú vilt. Á nýjum Já.is var ákveðið að skila helstu niðurstöðum strax við innslátt, flokkað eftir fyrirtækjum eða einstaklingum.

Það eru ekki öll veffyrirtæki jafn huguð og Já að taka upp slíka nálgun þar sem hún er beinlínis til þess að fækka smellum (sem er statistík notuð til auglýsingasölu).

Snjalltæki í forgrunni
og eykst bara

Eitt helsta grundvallaratriðið við þróun á nýjum Já.is var að gera vefinn aðgengilegan á snjalltæki og skala þaðan upp úr fyrir borðtölvur. Með slíkri nálgun er gætt þess að ekkert vantar í upplifun eða virkni á tækjum sem eru oft eftirhugsun í hönnun og þróun nýrra vefsíðna eða -kerfa.

Hugsað út fyrir kassann

Að innleiða notendavæna virkni sem gæti mögulega kostað auglýsingatekjur kallar á að hugsa út fyrir kassann og finna nýjar leiðir til að afla tekna. Á Já.is fór mikil hugsun í hvernig mætti bjóða fyrirtækjum upp á nýja og verðmætari aðferð til að aðgreina sig frá samkeppnisaðilum án þess að það komi niður á notendareynslunni.

Niðurstaðan var að leyfa fyrirtækjum að innleiða mörkun sína með litum, lógói, og hausborða eins og notendur eru farnir að venjast á flestum samfélagsmiðlum.

Við látum verkin tala

Næsta verk

Þú ert á seinasta verkinu

Kynnast okkur betur?

Kúltúrinn hjá Kolibri