Alþjóðleg vefverslun
í frábærri upplifun

Nikita Clothing er án efa eitt flottasta vörumerki sem hefur verið búið til á Íslandi. Það var því ekki skrýtið að Kolibri setti mikinn metnað í að hanna og þróa fyrstu vefverslun merkisins á þann hátt að hún hæfi því – vefur sem væri flottur, jafn aðgengilegur á snjalltæki sem og tölvu, en jafnframt léttur og lipur í notkun.

Samstarfsaðili

A2 Group

Ár

2013

Teymi

3 frá Kolibri
1 frá A2 Group

Verkliðir

Hönnun
Notendareynsla
Forritun

Útkoma

Vefverslun

Verðlaun

3 verðlaun

Hlekkir

Vefur

Verslaðu eins og þér finnst þægilegast

Responsive-bylgjan var að stigmagnast þegar við réðumst í gerð Nikita og voru hin ýmsu fyrirtæki á landinu komin með „snjallan“ vef – en að vefverslanir væru jafn aðgengilegar á öllum tegundum tækja var töluvert sjaldgjæfara. Höfuðáhersla við þróun vef Nikita var að bjóða upp á slíka upplifun.

Þá var einnig lögð áhersla á að retina-væða alla grafík, þ.e. að allar myndir líti eiturskarpar út á háupplausnartækjum – þó á þann máta að vefurinn væri samt léttur og lipur.

Það var þrenna!

Á Íslandi eru þrenn verðlaun sem við þráum heitast þegar nýir vefir eru annars vegar. Samtök vefiðnaðarins er faghópur þar sem horft er til tækni, notendaupplifunar, og hönnunar. Nexpo verðlaunin eru einnig þverfagleg en markaðsmiðaðri og FÍT verðlaunin eru Pulitzer-verðlaun hönnunarsenunnar. Það var því ekkert skrýtið að við skildum rifna úr stolti þegar við nældum okkur í hina fullkomnu þrennu fyrir vef Nikita.

SVEF 2014

Vefur ársins
Besti fyrirtækjavefurinn

Nexpo 2014

Vefur ársins

FÍT 2014

Besta vefhönnun

Smáatriðin skipta máli
Samstarf hönnuða og forritara líka

Í samstarfinu við Nikita Clothing var ákveðið að leggja aukatíma í að betrumbæta smáatriði sem notandinn sæji ekki endilega en myndi örugglega finna fyrir.

Eitt helsta dæmið er hvernig hefðbundnar vefverslanir nota smámynd (e. thumbnail) til að tákna litavalið í vörunni. Okkur fannst hugmyndin um fókuseringu á lit mun betri þar sem notandinn er fljótari að greina upplýsingarnar.

Vandamálið er að margar vörur eru marglita eða mynstraðar.

Með stanslausri samvinnnu – samhugsun – hönnuða og forritara koma upp hugmyndir sem annars myndu ekki koma. Litagildi vörunnar yrðu skráð í grunn og yrði hver þeirra að þrepi í ‘CSS gradient’. Niðurstaða er skýrt litagildi vöru á sama tíma og að þyngd vefs minnkar og skerpa er 100% á öllum tækjum.

Við látum verkin tala

Kynnast okkur betur?

Kúltúrinn hjá Kolibri