Snjall vefur
fyrir markaðsfyrirtæki ársins

Nova er meira en bara fjarskiptafyrirtæki. Nova er lífstílsfyrirtæki sem lítur á sig sem skemmtistað og er iðandi af lífi og fjöri. Nýr vefur var því kjörinn vettvangur fyrir hreyfingu, líf og stöðugar uppfærslur.

Samstarfsaðili

Nova

Ár

2014

Teymi

3 frá Kolibri
3-4 frá Nova

Verkliðir

Hönnun
Notendareynsla
Forritun

Útkoma

Vefur

Hlekkir

Nova.is

Hreyfing og stöðugt líf

Þeir sem eru í viðskipum við Nova þekkja eflaust hversu reglulega áberandi breytingar eru í markaðsefni og stemmara, t.d. í verslunum þeirra.

Vídeólúppur eru mikið notaðar á nýjum vef Nova til að endurspegla þetta mikla líf ásamt kvikun á ýmsum upplýsingum sem birtast og fanga athygli við skrun niður síður.

Snjalltæki stór hluti af umferð
og eykst bara

Nova er fjarskiptafyrirtæki. Sem slíkt er ekki furða að vefurinn fái mikla traffík úr snjalltækjum. Það var því markmið frá byrjun að vefurinn væri ekki bara skalanlegur heldur að notandinn upplifði sama mynstur við að vafra á öllum tækjum.

Við látum verkin tala

Kynnast okkur betur?

Kúltúrinn hjá Kolibri