Sjálfsafgreiðsla
og ánægðari viðskiptavinir

Á tímum þar sem allir ganga með tölvu í vasanum er það mikið samkeppnisforskot að leyfa kúnnum að afgreiða erindi hratt og örugglega af sjálfsdáðum. Vodafone leitaði til Kolibri um hjálp við gerð á nýju útibúi. Mínar síður: sjálfsafgreiðsla á vefnum.

Samstarfsaðili

Vodafone

Ár

2013 - ?

Teymi

4-6 frá Kolibri
8-12 frá Vodafone

Verkliðir

Hönnun
Notendareynsla
Forritun

Útkoma

Sjálfsafgreiðsla

Vefur er líka útibú

Kröfur viðskiptavina hafa tekið breytingum síðustu ár. Í dag vill venjulegur notandi geta þjónustað sjálfan sig, t.d. breytt um áskriftar- eða greiðsluleið, án þess að leggja á sig ferðalag í útibú, mögulega til þess eins að standa lengi í röð.

Kolibri þróaði nýjar ‘Mínar síður’ fyrir vef Vodafone þar sem viðskiptavinur getur framkvæmt allar helstu aðgerðir án aðstoðar ásamt því að sjá stöðuyfirlit á þjónustum.

Eitt app
- endalausir möguleikar

Það getur verið frábær reynsla fyrir notanda að vera með hnitmiðað app sem viðbót við allsherjarþjónustuna á vefnum. Almennt hefur sú regla verið í gildi í þróun á öppum að kostnaður getur tvöfaldast þegar bætt er við stuðningi við annað stýrikerfi og ekki gengur að skilja Android eða iOS eftir.

Við þróun á Vodafone-appinu notuðum við Xamarin sem leyfir þróun fyrir öll helstu stýrikerfin með einum kóða án þess að það komi niður á notendareynslu eða útliti.

Niðurstaðan er töluvert ódýrari þróun með sömu útkomu.

Við látum verkin tala

Fyrra verk

Þú ert á fyrsta verkinu

Kynnast okkur betur?

Kúltúrinn hjá Kolibri