World Class

World Class er einstakt fyrirtæki á íslenskum markaði, en ekkert fyrirtæki á landinu býður upp á jafnmikið úrval á sviði heilsuræktar. Fyrirtækið rekur 18 stöðvar, 2 heilsulindir með snyrti- og nuddþjónustu og 4 klúbba. Aðild veitir gestum aðgang að 8 sundlaugum.

World Class leitaði til Kolibri á ákveðnum tímamótum. Vefurinn var í vefumsjónarkerfi sem var á síðustu metrunum. Til stóð að nýta nýjar lausnir til að auka og bæta sjálfsafgreiðslu. Kominn var tími á að samræma og einfalda notendaupplifun, og fríska upp á vörumerkið á vefnum.

Kolibri hannaði og framleiddi vefinn í samvinnu við World Class, Abler og Noona.

Háleit markmið

Stafræn sala og þjónusta í heimsklassa

Markmið World Class var að gera nýjan vef að fyrstu snertingui nýrra og tilfallandi viðskiptavina. Hugmyndin var að vefurinn gæti orðið besti og afkastamesti sölu- og þjónustufulltrúi fyrirtækisins.

Áskorunin fólst í því að hanna vef sem væri bæði notendamiðaður og söluhvetjandi. Vef sem nýtir á hagkvæman hátt tilbúnar lausnir og viðmót, en býður um leið upp á heildstæða og saumlausa upplifun þvert á þessar lausnir.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Nýjungar og breytingar

Markviss framþróun

Í vegferðinni, sem hófst síðla árs 2022, eru margar nýjungar og breytingar sem bæta þjónustu við viðskiptavini og auka sjálfsafgreiðslu. Sumar þeirra voru innleiddar fyrir gangsetningu vefsins. Meðal annars er um að ræða:

  • Nýtt bókunarkerfi (Noona) fyrir nudd, dekur og heilsulindir
  • Vefverslun (Shopify)fyrir WCGW og aðrar vörulínur World Class
  • Nýtt skráningarkerfi (Abler) fyrir opna tíma og æfingar
  • Nýr tæknistakkur, vefumsjónarkerfi og hýsing í skýinu
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Útkoman

Vefur sem nær markmiðum sínum

Með nýjum vef hafa fjölmörg markmið náðst sem hafa bætt þjónustu við viðskiptavini, einfaldað upplýsingagjöf og hagrætt í þjónustunni.

  • Einfalt er að komast að því efni sem leitað er að. Allt leiðakerfi og uppbygging er þjónustumiðuð og vefté er sýnilegt í heild sinni í hausnum.
  • Hönnun og upplifun er heildstæð, óháð mismunandi kerfum sem notuð eru til að þjónusta og afgreiða viðskiptavini.
  • Vefurinn er hraður og skalast vel í snjallsímum.
  • Auðvelt er fyrir World Class að bæta við og breyta efni. Þjónustuskilaboð koma á áberandi stað og auðvelt er að koma þeim hratt til viðskiptavina.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.

Viðurkenningar

Ummæli

Mælingar