Listasafn Íslands

Listasafn Íslands var stofnað árið 1884 og hefur safnað íslenskri myndlist stöðugt síðan. Listaverkasafnið spannar yfir 14.000 verk og hefur að geyma einstakt úrval lykilverka íslenskrar myndlistarsögu.

Eitt af meginhlutverkum safnsins er að miðla þekkingu um safnið, starfsemina og verkin sjálf til samfélagsins. Til að uppfylla það hlutverk enn betur leitaði safnið til Kolibri til að koma að nýrri stafrænni miðju safnsins.

Hulunni svipt

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Með nýjum vef Listasafns Íslands er hulunni svipt af einstöku safni af íslenskri myndlist og fólk boðið velkomið. Gott aðgengi er að upplýsingum um starfsemina í húsakynnum safnsins, sem er á þremur stöðum í Reykjavík. Sérstök áhersla er lögð á að sýna að starfsemin nær langt umfram hefðbundið sýningahald. Notendur vefsins fá að kynnast söfnun myndlistar, metnaðarfullri fræðslu og rannsóknastarfi.

Samstarfsaðilar okkar og Listasafnsins í verkefninu voru Greipur Gíslason, Bergur Ebbi og E&co.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Bylting í aðgengi

Með nýjum vef og leitarvél Listasafnsins varð bylting í aðgengi almennings að íslenskri myndlist. Notast var við Algolia leitarvélarlausnina og skráir hún öll verk Listasafnsins eins og þau birtast á Sarpur.is, menningarsögulegu gagnasafni, sem Listasafnið á hlut að. Það leyfir leitarvél Listasafnsins að splæsa sínum eigin gögnum og ljósmyndum saman við skráningar Sarps, eykur hraðann margfalt, og leyfir snjallari leit.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Ljósmyndir

Í stefnumótun og notendarannsóknum kom fram að safngestir áttu stundum erfitt með að átta sig á staðsetningu og starfsemi safnsins sem dreifist á þrjú hús. Þar á meðal þótti inngangur í aðalsafnið við Fríkirkjuveg ógreinilegur. Af þeirri ástæðu var ákveðið að leggja sérstaka áherslu í framleiðslu á myndbandi á forsíðu hvernig aðkoma að húsunum er og undirstrika betur að þetta eru fleiri en eitt hús. Ljósmyndirnar draga fram mismunandi karakter húsanna. Myndbönd voru framleidd í samstarfi við Skjáskot og ljósmyndir teknar af Svanhildi Kristjánsdóttur.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Útkoman

Útkoman er vefur sem færir Listasafn Íslands nær nútímanum og til almennings. Listasafn Íslands er safnið okkar allra. Vefurinn allur og ásýndin var einfölduð með því að samstilla öll efnistök og gera þau hnitmiðaðri. Framsetning á grundvallarupplýsingum var stórbætt, eins og um opnunartíma, staðsetningu safnhúsanna og starfsemina. Sýningum og listaverkum er gert hærra undir höfði með vönduðum sýningarsíðum, öflugri leit og betri og fallegri síðu.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Safnið okkar allra

Viðurkenningar

Íslensku vefverðlaunin 2022
Verðlaun
Opinber vefur ársins
FÍT 2023
Verðlaun
Vefsvæði
Indigo Awards 2023
Verðlaun
Vefhönnun

Ummæli

Harpa Þórsdóttir
Safnstjóri
Listasafn Íslands

Nýi vefurinn okkar skapar algjöra umbreytingu í starfsemi Listasafns Íslands. Við fengum Kolibri með okkur á stefnumótunardag með öllu starfsfólki safnsins og buðum einnig fulltrúum hagaðila okkar og þannig gat Kolibri kynnst kjarna starfseminnar og markmiðum okkar til næstu ára.

Nýi vefurinn okkar er nú stafræn miðja safnsins og safneign Listasafns Íslands, sá grunnur sem starfsemin hverfist um, er gerð aðgengileg með þeirri þjónustu hugsun sem við höfum innleitt hjá okkur. Kolibri með sínu öfluga starfsfólki fann endalausar lausnir og setti fram áræðna sýn með okkur sem hvetur okkur áfram. Það verður spennandi að halda áfram þessari vegferð með Kolibri.

Mælingar