Sky Lagoon

Hjá Sky Lagoon fara saman einstök upplifunarhönnun og rík áhersla á sjálfbærni, náttúru og sögulegan arf Íslands í allri hönnun heilsulindarinnar og umhverfis hennar. Útkoman er á heimsmælikvarða eins og öll þau sem hafa heimsótt Sky Lagoon geta borið vitni um.

Það kom okkur því ekki á óvart að Sky Lagoon vildi vera í fremstu röð í stafrænni hönnun og notendaupplifun þegar vefur þeirra var annars vegar. Kolibri kom inn í samstarf margra aðila sem skiluðu í loftið nýjum vef og bókunarferli sem hefur samkvæmt öllum mælingum náð tilsettum árangri.

Skýr markmið

Fyrsti snertipunktur í spennandi ferðalagi

Sky Lagoon var með mjög skýrt markmið - að hækka hlutfall bókana frá þeim sem heimsækja vefinn þeirra með betri hönnun og notendaupplifun í bókunarferlinu. Þarna fóru saman skýr þörf viðskiptavinar og lykilstyrkleikar Kolibri á sviði stafrænnar hönnunar.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Stafræn ásýnd

Jarðlitatónar spila stórt hlutverk í stafrænni ásýnd Sky Lagoon með vísun í einkenni íslenskrar náttúru; mildan sumarhiminn, mosann og hraunið.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Samstarfið

Nýr vefur Sky Lagoon var hannaður og þróaður í samstarfi 5 aðila - Brandenburg, Datera, E-Cubed, Kolibri og Pursuit. Kolibri kom að borðinu með hönnun fyrir nýjan vef, viðmót og notendaupplifun. Við lögðum áherslu á fallega stafræna ásýnd, leitarvélabestun og snurðulausa notendaupplifun í öllum tegundum tækja sem auðveldar fólki að gera heimsókn í Sky Lagoon að veruleika.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Góð hönnun er góður bisness

Viðurkenningar

Íslensku vefverðlaunin 2023
Tilnefning
Söluvefur ársins
Íslensku vefverðlaunin 2023
Tilnefning
Stafræn lausn ársins

Ummæli

Mælingar

Allar helstu mælingar sem og heilsa vefsins hefur tekið marktækum breytingum frá því að vefurinn fór í loftið.
+22%
Aukning á verðmæti körfu (e. Cart Size)
+18%
Aukning á viðskiptahlutfalli (e. Conversion Rate)