Vöruþróun

Þróunarteymi Kolibri leysa stórar áskoranir og þróa stafrænar vörur og þjónustur í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar. Við bjóðum einstaka nálgun sem skilar hámarksárangri í stafrænni umbreytingu. Kolibri-teymi hjálpa þér að hlaupa hraðar í lærdómsríku og gefandi samstarfi.

Þjónustan

Hraðari stafræn þróun og nýsköpun

Stafræn vöruþróun sem einfaldar líf og störf fólks

Fyrir þjónustufyrirtæki er lykilatriði að vera með öfluga og notendavæna stafræna þjónustu. Bestu stafrænu verkefnin eru byggð á raunverulegum þörfum viðskiptavina. Þau færa völdin í hendur notenda og spara á sama tíma mikla handavinnu baksviðs.

Geta rótgróin fyrirtæki hreyft sig hratt?

Ný fyrirtæki eru stofnuð reglulega sem umbylta því hvernig tiltekin þjónusta er veitt. Þessi fyrirtæki finna nýjar stafrænar leiðir til að veita þjónustuna frekar en að rafvæða eldri starfshætti. Oft er krefjandi fyrir stór eða rótgróin fyrirtæki að snúa við blaðinu og bregðast við slíkri samkeppni. Slík fyrirtæki þurfa að fjárfesta í getunni til að hugsa eins og öflug sprotafyrirtæki, sem nýta tíma og fjármuni oft á undraverðan hátt og koma hugmyndum sínum hratt i framkvæmd.

Öflug teymi sem bregðast hratt við

Vöruþróunarteymi okkar vinna eins og vel smurð sprotafyrirtæki. Þau sameina stöðuga nýsköpun og skipulega framkvæmd. Þau gera hugmyndir hratt að veruleika og hjálpa viðskiptavinum að fá sem mest út úr fjárfestingunni með markvissri ráðgjöf. Sköpunarkraftur og nútímaleg stjórnun teyma Kolibri hefur leitt til aukinnar ánægju í starfi og nýrra uppgötvana hjá samstarfsfyrirtækjum okkar í yfir 15 ár. Vinnu- og samskiptastíll okkar smitar út frá sér og skilur eftir lærdóma sem samstarfsfólk okkar nýtir sér í áframhaldandi verkefnum.

Í hnotskurn

Hvað gerum við?

  • Hugbúnaðarþróun
  • Sérsmíðaðar lausnir
  • Flóknari veflausnir
  • Snjalltækjalausnir
  • Sjálfsafgreiðsla og stafræn þjónusta

Dæmigerð nálgun

Kjarni

  • 1 verkefnisstjóri og ráðgjafi
  • 1 hönnuður
  • 2-4 forritarar

Stuðningur

  • UX-sérfræðingur

Dæmigerð lengd verkefnis

  • 6 mánuðir +

Áherslur

  • Teymið er helgað einum viðskiptavini
  • Sterk liðsheild, fyrirmyndarskipulag og skýr markmið
  • Oft er starfsfólk frá viðskiptavini í teyminu
  • Djúp þekking á starfsemi og gögnum myndast í teyminu
  • Stöðug nýsköpun og upplýst umræða um nýja möguleika og vendingar
  • Stöðugar betrumbætur byggðar á rannsóknum og gögnum
Verkefni

Lausnir úr þjónustunni