TM

TM og Kolibri hafa átt í farsælu samstarfi í stafrænni þróun síðan 2013. TM er og hefur verið með skýra sýn um stafræna umbreytingu. Undanfarin ár hefur TM verið í fararbroddi hefðbundinna tryggingarfélaga á Íslandi þegar kemur að hraðri afgreiðslu, skýrri upplýsingagjöf og gagnsærri verðlagningu.

Kolibri hefur frá upphafi samstarfs lagt mikla áherslu á skýra forgangsröðun, þétta samvinnu þvert á deildir og svið og að viðskiptavinir TM séu í fyrsta sæti. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, en stafrænar lausnir TM hafa verið í lykilhlutverki í aukinni sölu og bættri þjónustu, ásamt því að vinna til fjölda verðlauna.

TM appið

Málið afgreitt á 60 sekúndum

Með TM appinu hafa TM og Kolibri endurhugsað hvernig tjón eru afgreidd, með þægindi og sjálfvirkni að leiðarljósi. Í dag tekur heildarferlið við að tilkynna tjón á lausamunum um 60 sekúndur, frá því að það hefst og þangað til viðskiptavinur hefur fengið greitt inn á reikning. Á sama tíma hafa kostnaður og tími starfsfólks við að afgreiða tjón hjá TM lækkað.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Vefsala

Vefsala TM leiðir þig í gegnum kaup á tryggingum

Hjá mörgum tryggingafélögum eru tryggingar svo flókin vara að það þarf sérstaka ráðgjafa til að útskýra valkostina fyrir viðskiptavinum, og annan hóp af fólki til að reikna iðgjöld og taka ákvörðun um afslætti. TM tók þá ákvörðun að bjóða frekar upp á einfalt söluferli og gagnsæja verðlagningu, og fékk Kolibri í lið með sér til að þróa stafrænan sýndarráðgjafa.Kolibri nýtti verkfæri á borð við hönnunarsprett, notendaprófanir og notendamiðuð textaskrif til að þróa alsjálfvirkt ferli með TM - til að greina þarfir, gera tilboð, ganga frá samningi og gefa út tryggingaskírteini.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Nýr vefur

Ferskari ásýnd á vefnum

TM tók þá ákvörðun að endurhugsa vef sinn frá grunni, með það fyrir augum að gera þjónustuna aðgengilegri á hraðari, léttari og aðgengilegri vef sem lítur vel út í öllum tækjum. Á sama tíma var hresst upp á stafræna ásýnd fyrirtækisins í samstarfi við Tvist auglýsingastofu með uppfærðri mörkun og notkun einkennandi teikninga. Allur tæknistakkur vefsins var endurnýjaður í verkefninu og sömuleiðis texta- og myndefni. TM, Kolibri og Tvist unnu þétt saman að verkefninu.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Vöruþróun

Gangsetning á nýrri vöru er ekki endirinn á verkefni heldur hefst þá lífshlaupið fyrir alvöru. TM og Kolibri vinna saman og hafa unnið saman um árabil að áframhaldandi þróun á stafrænum lausnum TM, bæði stöðugri umbreytingu og nútímavæðingu grunnkerfa og aukinni sjálfsafgreiðslu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Samfelld vörudrifin framþróun þar sem bætt þjónusta og hagræðing er í brennidepli skilar stöðugum árangri og mun gera það áfram.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Umbreyting á forsendum viðskiptavina

Viðurkenningar

Íslensku vefverðlaunin 2020
Gull
Söluvefur ársins (Vefsalan)
Íslensku vefverðlaunin 2021
Gull
Fyrirtækjavefur — stór fyrirtæki (TM.is)
Íslensku vefverðlaunin 2022
Gull
Söluvefur ársins (Vefsalan)
Ýmis verðlaun
Tilnefning
7 tilnefningar í ýmsum flokkum

Ummæli

Fríða Ásgeirsdóttir
Framkvæmdastjóri markaðsmála og sölu
TM

Nýr vefur TM var endurhannaður og endurhugsaður frá grunni. Allt efni og framsetning þess var tekin í gegn, með það að markmiði að hann yrði einfaldari, notendavænni og mannlegri. Vefurinn var unnin að nær öllu leyti í fjarsamvinnu vegna Covid -19, en samstarfið varð þó bæði virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt.

Framúrskarandi hæfni starfsfólks Kolibri, nákvæmni og lipurð í teymisvinnu skiluðu vef sem sannarlega stóðst allar okkar væntingar.

Mælingar