Hönnunar­sprettir

Áhrifaríkasta leiðin til að fjárfesta rétt í stafrænni þróun er að fara með hugmyndir í gegnum hönnunarsprett. Niðurstaðan er skýr sýn og tillaga að næstu skrefum sem byggir á raunverulegum þörfum notenda.

Þjónustan

Samstarf sem kemur alltaf skemmtilega á óvart

Stutt verkefni sem skila miklum árangri

Dæmigert áhlaup með hönnunarspretti hjá Kolibri tekur um 3-4 vikur. Á þessum tíma náum við að kortleggja þarfir og óskir viðskiptavina, kalla fram fjöldann allan af hugmyndum, velja bestu hugmyndina til að vinna með og hanna lifandi, trúverðuga frumgerð. Við byggjum á hönnunarhugsun (e. design thinking) og viðurkenndum aðferðum sem eru þekktar fyrir að skila mælanlegum árangri, nýsköpun og betri þjónustuupplifun.

Meira en bara þarfagreining

Með hönnunarspretti taka flókin eða óljós verkefni á sig einfalda og skýra mynd. Við eigum milliliðalaust samtal við notendur og hagaðila til að skilja þarfir þeirra, óskir og áskoranir. Við leysum sköpunargáfu allra úr læðingi í skemmtilegri vinnustofu þar sem við leggjum línur að lausn og veljum bestu hugmyndina af mörgum góðum. Næst hönnum við frumgerð í fullum gæðum sem hægt er að prófa á notendum, og ljúkum ferlinu með kynningu, demo og ráðleggingum um næstu skref.

Verkefnið þitt er í góðum höndum

Okkar reyndustu ráðgjafar á sviði vöruþróunar, hönnunar og forritunar keyra hönnunarspretti, og aldrei ein síns liðs. Ef þú vilt vinna með okkur að næstu skrefum eftir að verkinu lýkur, þá tapast engin þekking á leiðinni. Við erum sérfræðingar í hönnun, vefmálum og forritun og getum látið hlutina gerast hratt.

Í hnotskurn

Hvað gerum við?

  • Notendaviðtöl og þarfagreining
  • Kortlagning á viðfangsefni og ferlum
  • Sameiginleg vinnustofa
  • Smellanleg frumgerð
  • Notendaprófanir
  • Tillaga að næstu skrefum

Dæmigerð nálgun

Kjarni

  • 1 ráðgjafi
  • 1 UI/UX hönnuður

Stuðningur

  • Notendarannsóknir
  • Vörustýring
  • Tæknileg högun

Dæmigerð lengd verkefnis

  • 3-4 vikur

Áherslur

  • Notum hönnunarhugsun og viðurkenndar aðferðir í notendarannsóknum
  • Ályktum ekki fyrirfram um lausn heldur sökkvum okkur fyrst í áskoranir notenda og greinum undirliggjandi þarfir
  • Skilum af okkur trúverðugri viðmótsfrumgerð (hi-fi prototype)
  • Gerum rökstudda og hagkvæma tillögu að næstu skrefum
Verkefni

Lausnir úr þjónustunni