Mörkun og stefnumótun

Metnaðarfull fyrirtæki þurfa mörkun sem endurspeglar raunverulegan metnað, gildi og markmið. Í stafrænum heimi skiptir ekki bara máli hvað þú stendur fyrir, heldur líka hvernig það birtist.

Þjónustan

Skýr stefna og sterk ásýnd

Mörkun er meira en útlit

Sterk mörkun verður ekki til af tilviljun eða listrænni innsýn einni saman. Hún er ekki bara útlit. Sterk mörkun þarf að byggja á skilningi á fyrirtækinu og viðskiptavinum þess. Þess vegna vinnum við með notendur, hagaðila og samhengi verkefnisins til að ná utan um gildi, markmið og það sem þarf að standast í raunheimum. Út úr því verður skýr rammi sem hægt er að útfæra vandaða ásýnd á. 

Ásýnd sem stendur undir kröfum

Ásýnd þarf að vera hönnuð fyrir notkun nútímans þar sem skjámiðlar skipta sífellt meira máli. Hún snýst um vandaða útfærslu á smáatriðum eins og lógóum, leturvali og samræmi, svo heildin virki vel í daglegri notkun og standi tímans tönn. Útkoman er ásýnd sem er ekki bara falleg við fyrstu sýn, heldur auðvelt að vinna með, heldur gæðum og stenst samanburð í hæsta gæðaflokki.

Vörumerki sem heldur yfir tíma

Sterk mörkun elur af sér samræmda ásýnd sem gagnast þegar verkefnum fjölgar og aðstæður breytast. Þess vegna hugsum við vörumerki sem kerfi frekar en stakt verkefni. Við setjum ramma, leiðbeiningar og lausnir sem gera teymum kleift að vinna sjálfstætt, halda samræmi og þróa vörumerkið áfram án þess að tapa fókus eða gæðum.

Í hnotskurn

Hvað gerum við?

  • Rannsóknir og greining
  • Stefnumótun
  • Merki og ásýnd
  • Hönnunarstaðall
  • Reglur og leiðarvísar

Dæmigerð nálgun

Kjarni

  • 1 hönnuður (sérfræðingur í mörkun)

Stuðningur

  • Viðskiptastjóri
  • Hönnunarteymi Kolibri

Áherslur

  • Skýr stefna áður en ásýnd er mótuð
  • Vönduð útfærsla fyrir stafræna miðla
  • Metnaður í útfærslu og smáatriðum

Verkefni

Lausnir úr þjónustunni