Þróum það besta í fólki og fyrirtækjum.

Einfaldar og stílhreinar stafrænar lausnir sem leysa úr raunverulegum áskorunum fólks. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að gera hugmyndir að veruleika - með sköpunargleði, frumkvæði og framsæknum vinnuaðferðum sem smita út frá sér.

Skörum fram úr með fullri þjónustu og náinni samvinnu.

Kolibri býður upp á fulla þjónustu þegar kemur að stafrænum verkefnum. Hvort sem þig vantar aukinn slagkraft, fólk í tímabundið átaksverkefni eða stefnumótandi samstarf við skapandi og drífandi reynslubolta, getur okkar fólk skipt sköpum í þinni vegferð.

Þróunarteymi Kolibri leysa stórar áskoranir og þróa stafrænar vörur í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar, sem eru að breyta því jafnt og þétt til hins betra hvernig fólk upplifir þjónustu og hvernig sérfræðingar vinna vinnuna sína. 

Hönnunarstúdíó Kolibri er öflugt teymi hönnuða og viðmótsforritara sem hanna og smíða frumlegar, fallegar og nytsamlegar veflausnir og öpp sem vekja verðskuldaða athygli.

Rannsóknir og ráðgjöf Kolibri opna viðskiptavinum okkar dyr að fólki í fremstu röð í notendarannsóknum, þjónustuhönnun, agile/teymisþjálfun og stafrænni umbreytingu.

Við pælum og
skrifum.

Skuli Valberg24. mars 2023

Jafnvægislistin er góður bisness

Anna Signý2. janúar 2023

Spólum til baka, hvernig var árið 2022?