Samtvinnum skýra stefnu, sköpunargleði, og tækni.

Kolibri hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að raungera framtíðarsýnina með árangursríkri hönnun og þróun á stafrænni þjónustu.

Finnum og framkvæmum.

Við beislum óvissuna með Design Thinking og komum á taktfastri þróun með Agile aðferðum.

Vöruþróun hjá Kolibri snýst um að skapa virði fyrir fyrirtæki og stofnanir, og frábæra upplifun fyrir notendur. Hún gengur hratt fyrir sig vegna þess að við fylgjum skýrri stefnu sem við mótum saman, og notum vinnuaðferðir sem fremstu tæknifyrirtæki heims hafa tileinkað sér.

Við stofnum þverfaglegt þróunarteymi sem samanstendur af sérfræðingum Kolibri í vöruþróun og sérfræðingum frá samstarfsfyrirtækjum sem þekkja viðfangsefnið og eigin kerfi. Við sjáum til þess að teymið hafi vald til að taka ákvarðanir og keyra í gegn breytingar, en um leið að varan, framvindan og næstu skref séu alltaf uppi á borðum.

Við pælum og
skrifum.

Ivar Thorsteinsson7. febrúar 2020

Árangursrík nýsköpun

Ivar Thorsteinsson10. desember 2019

Notendamiðuð umbreyting

Steinar Ingi Farestveit13. nóvember 2019

Stafræn velferð hönnuð