Vefbestun

Oft er betra að hlúa að því sem er til. Ef grunnurinn er góður getur verið sterkur leikur að fjárfesta í efni, leitarvélabestun og aðgengi frekar en nýjum vef. Með því að koma betur til móts við raunverulegar þarfir notenda er hægt að taka stór stökk með litlum tilkostnaði.

Þjónustan

Það þarf ekki alltaf að byrja upp á nýtt

Ekki sofna á verðinum

Þegar nýr vefur fer í loftið er lífshlaup hans rétt að byrja. Vefir eru lifandi og það þarf að hlúa stöðugt að þeim. Mikilvægt er að fylgja vefnum eftir í gegnum öll lífsskeiðin. Með því að betrumbæta jafnt og þétt vefinn okkar getum við verið öruggari um að hann þjóni tilgangi sínum á hverjum tíma. Alveg eins og með húsnæði þá er ódýrara að sinna viðhaldi og endurnýja einstaka hluta, frekar en að láta það drabbast niður og neyðast til að rífa og byggja nýtt.

Jafnt og þétt er vænlegra til vinnings

Lykilatriði í vefbestun er að skilja hverjir þarfir og væntingar notenda vefsins eru, og hvernig hægt er að komast til móts við þær. Notendarannsóknir og rýni á gögnum hjálpa fyrirtækjum að forgangsraða hugmyndum. Þannig ákveðum við hvaða litlu sigra er hægt að hlaupa af stað með til að skapa stóraukið virði fyrir endanotendur og ná til fleiri viðskiptavina. Kolibri býður upp á bæði styttri áhlaup og lengra samstarf þar sem við drífum áfram þessa vegferð í þéttu samstarfi, og höldum í sameiningu vefnum uppfærðum og nútímalegum.

Í hnotskurn

Hvað gerum við?

 • Endurbætt hönnun
 • Ný virkni og þjónusta
 • Uppfærsla á tæknistakki
 • Rannsóknir og greining
 • Endurhugsað veftré og leiðarkerfi
 • Aðgengisúttektir og bestun
 • Notendaprófanir
 • Endurskrif á efni
 • Almenn tiltekt byggð á vefmælingum
 • Stafræn ásýnd uppfærð
 • Sniðmát og hönnunarkerfi
 • Hraði aukinn

Dæmigerð nálgun

Kjarni

 • 1 ráðgjafi
 • 1 hönnuður
 • 1-2 forritarar

Stuðningur

 • UX-sérfræðingur
 • Hönnunarteymi Kolibri

Dæmigerð lengd verkefnis

 • 1 mánuður +

Áherslur

 • Stefna og viðskiptaleg markmið í forgrunni
 • Litlir en mælanlegir sigrar fljótt og örugglega
 • Náið samstarf og virkt samtal við hagaðila og notendur
 • Sífelldar ítranir og virðisdrifnar viðbætur byggðar á gögnum
Verkefni

Lausnir úr þjónustunni