Sóltún

Sóltún er fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem býður upp á heimaþjónustu og heilsueflingu fyrir eldra fólk, ásamt því að reka hjúkrunarheimilin Sóltún og Sólvang.

Sóltún vildi vekja athygli á þjónustu fyrirtækisins fyrir eldra fólk sem býr á eigin heimili, bæta upplýsingagjöf til aðstandenda og laða að meira af hæfum umsækjendum um störf.

Kolibri hannaði frá grunni og framleiddi nýjan vef fyrir Sóltún og kom að öllum þáttum verkefnisins.


Vörumerki

Umhyggja alla leið

Kolibri hannaði ásýnd og nýtt vörumerki í samvinnu við Sóltún. Á hjúkrunarheimilum Sóltúns rýkir umhyggja og hlýja sem smitast yfir í rödd, litapallettu, merki og leturval.

Hugmyndin á bak við merkið er „margar hendur vinna létt verk“ - að túlka samvinnu á abstrakt hátt. Ytri formin tákna manneskjur sem haldast í hendur í hring. Hringformið er kjarni málsins og öll hjálpast þau að við að leysa það.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Beint að efninu

Vefur Sóltúns er byggður á „content first“ nálgun og notendamiðaðri hönnun þar sem markmiðið er að miðla þeim upplýsingum sem aðstandendur eldra fólks eru að leita að á einfaldan og hnitmiðaðan hátt. Kolibri vann heildstæða efnis- og ritstefnu fyrir vefinn og annað efni, sem er hluti af nýjum hönnunarstaðli Sóltúns.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Ljósmyndir

Axel Sigurðarson tók ljósmyndirnar sem setja mikinn svip á vefinn. Ljósmyndastíllinn leitar í varma og hlýju. Myndirnar fanga á einstakan hátt andrúmsloftið, starfsemina og aðstöðuna á heimilunum.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Margar hendur vinna létt verk

Viðurkenningar

Íslensku vefverðlaunin 2023
Silfur
Fyrirtækjavefur — stór
FÍT 2024
Silfur
Vefsíður

Ummæli

Halla Thoroddsen
Forstjóri
Sóltún heilbrigðisþjónusta

Það var einstaklega lærdómsríkt og ánægjulegt að starfa með Kolibri að nýjum vef Sóltúns. Kolibri var ekki að vinna fyrir Sóltún, heldur með okkur. Við upplifðum mikla fagmennsku, þjónustulund og teymið setti sig vel í starfsemi okkar til að skilja þarfir okkar og viðskiptavina. Það var mjög vel staðið að öllum undirbúningi og afraksturinn, vefur Sóltúns, var framar okkar væntingum í allri hönnun og virkni. Ég get heilshugar mælt með Kolibri sem samstarfsaðila.

Halla Thoroddsen
Forstjóri
Forstjóri

Mælingar