Sækja um vinnu hjá Kolibri

Við höfum alltaf áhuga á að heyra frá fólki sem langar til að vinna með okkur.

Hlutverkin

Stöðurnar í Kolibri

Í ólíkum hlutverkum sameinumst við í metnaði fyrir að búa til framúrskarandi stafrænar lausnir. Stöðurnar má sjá fyrir neðan sem og hvort við séum að reyna fylla í einhverja þeirra akkúrat núna.

Forritarar

Hjá Kolibri starfa forritarar sem brenna fyrir skrifa vandaðan kóða sem skilar sér í góðri upplifun notenda. Forritararnir okkar hafa oft meiri áhuga á annað hvort framenda eða bakenda en eru almennt með getuna til að ráðast á allan stakkinn.

Hönnuðir

Hjá Kolibri starfa hönnuðir sem hafa breiða þekkingu í stafrænni hönnun. Öll hafa þau djúpa þekkingu í UI/UX hönnun og vinna eftir hugmyndafræði notendamiðaðrar hönnunar. Mörg þeirra sérhæfa sig einnig í vöruhönnun í vöruþróunarteymum okkar.

Notendaráðgjafar

Kolibri býr yfir sérþekkingu á notendaupplifun (UX) og hefur á sínum snærum sérfræðinga í notendarannsóknum og þjónustuhönnun. Þessir sérfræðingar setja sig djúpt inn í líf og störf endanotenda með viðtölum, athugunum og annarri gagnaöflun, og prófa lausnir okkar á sama hópi. Þau leiða líka vinnustofur þar sem þjónusta og ferlar eru hönnuð upp á nýtt á forsendum notandans.

Verkefnastjórar

Verkefnastjórnun hjá Kolibri snýst um miklu meira en að halda tíma- og fjárhagsáætlun. Verkefnastjórar Kolibri eru ráðgjafar viðskiptavina okkar í stafrænum málum og hjálpa þeim að innleiða jákvæðar breytingar á stafrænum lausnum og vinnubrögðum í starfsemi sinni almennt.

Verkefnastjórar okkar eru vörudrifnir og byggja upp og leiða þverfagleg teymi sem ná árangri fyrir viðskiptavini. Við köllum okkur teymisþjálfara vegna þess að við ýtum undir samvinnu sem leysir úr læðingi nýsköpun og betri liðsheild hjá viðskiptavinum okkar. Síðast en ekki síst þá nálgumst við hlutina með vöruhugsun, hugmyndafræði sem byggir á að vegferðin er aldrei búin og að hún snýst um árangur fyrir starfsemina frekar en að búa til hluti.

Sendu okkur CV

Er fitt?

Þó við séum ekki aktívt að ráða í stöðuna þína þá erum við ávallt opin fyrir að fá að kynnast fólki sem hefur eitthvað fram að færa.

Sendu okkur CV og kynningarbréf á hiring@kolibri.is