Viðmótshönnun
Við hönnum viðmót sem eru jafn skýr í notkun og þau eru sterk í útliti. Fyrir vörumerki og stafrænar lausnir sem gera kröfur til gæða, nákvæmni og upplifunar.

Þar sem notkun og fagurfræði mætast
Vönduð viðmót fyrir raunverulega notkun
Góð viðmótshönnun snýst ekki bara um að hlutir líti vel út, heldur hvernig fólk upplifir og notar þá. Við hönnum viðmót sem eru skýr, aðgengileg og ánægjuleg í notkun, bæði fyrir stafrænar þjónustur og hugbúnað, og fyrir markaðsvefi þar sem fyrsta upplifun og sjónræn framsetning skipta sköpum. Notagildið er alltaf grunnurinn.
Jafnvægi milli notkunar og fagurfræði
Sterk viðmót verða til þegar notkun og útlit vinna saman. Við byggjum á rótgrónum prinsippum um skýrleika, flæði og skiljanleika og mótum fagurfræðina af metnaði og nákvæmni. Þannig hönnum við viðmót sem eru traust í notkun og sjónrænt sterk, hvort sem um er að ræða stafrænar vörur, hugbúnað eða markaðsvefi sem eiga að grípa athygli og skilja eftir sig varanleg hughrif.
Viðmót sem styðja við vörumerki og markaðssetningu
Vefir eru oft mikilvægasti snertipunktur vörumerkis við fólk. Þess vegna þarf viðmótshönnun að standa jafnfætis mörkun og markaðssetningu í gæðum og metnaði. Við hönnum markaðsvefi sem endurspegla vörumerkið af nákvæmni og styrkja heildarupplifunina, í stað þess að vera aðskilið lag ofan á annað efni.
Metnaður í smáatriðum
Gæði í viðmótshönnun felast oft í því sem fer lítið fyrir. Við leggjum mikinn metnað í hlutföll, flæði, letur, hreyfingu og samspil smáatriða sem gera heildina sannfærandi. Þessi nákvæmni er það sem gerir viðmót ekki bara falleg, heldur trúverðug, skýr og þægileg í notkun.
Hvað gerum við?
- Viðmót fyrir vefi, öpp og aðrar stafrænar lausnir
- Hönnunarstjórnun (e. creative direction) og stefnumótun
- Hönnunarkerfi
- Hönnunarsprettir
- Frumgerðir og notendaprófanir
- Greiningar og úttektir á hönnun, aðgengi og ferðalagi notanda
Dæmigerð nálgun
Kjarni
- 1+ hönnuður
Stuðningur
- Viðskiptastjóri
- UX-sérfræðingur
- Hönnunarteymi Kolibri
- Öll hönnun er upplýst með rannsóknum
- Breidd hönnunarteymis Kolibri nýtt með markvissri rýni og endurgjöf
- Reglulegar ítranir með viðskiptavini



