Íslenski málbankinn

Íslenski málbankinn er vottuð CLARIN-þjónustumiðstöð fyrir fólk á sviði hugvísinda, félagsfræði og máltækni sem nota málföng við rannsóknir sínar en einnig aðila úr atvinnulífinu sem vilja þróa nýjar máltæknilausnir.

Óskað var eftir að skapa traustverðuga ásýnd sem endurspeglar þjónustuna sem Málbankinn veitir.

Mörkun

Litur og letur tala

Í grunninn snýst ásýnd Málbankans um samtal milli hefðar og nútíma – og það samtal birtist fyrst og fremst í merkinu sem er samblanda af opinni bók og semíkommu, sem lokar forminu og er það vísun í tungumálið og forritun. Semíkomma er nýtt í hvoru tveggja. Þegar rýnt er í merkið má þar sjá að formin mynda upphafsstafina M og B fyrir Málbankann.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Mörkun

Lita- og leturvalið er innblásið af hönnunarstaðli Árnastofnunar en hefur þó sitt eigið yfirbragð. Í litapallettunni er notast við milda en einkennandi liti með góðri skerpu og vísa í eldri tíma. Leturgerðirnar ríma svo við klassísk letur, sem má finna í bókum og fræðiritum.

Saman er þetta grunnur að traustri og klassískri ásýnd, þó með nútímalegum blæ.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Samstarfið

Verkefnið var unnið hratt í einum verkefnaspretti og í góðu samstarfi við Árnastofnun sem sáu um þróun á vef Málbankans. Kolibri hannaði ásýndina frá A-Ö og sá um gæðaeftirlit við þróun á vefnum.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.

Viðurkenningar

Ummæli

Mælingar