Litur og letur tala
Í grunninn snýst ásýnd Málbankans um samtal milli hefðar og nútíma – og það samtal birtist fyrst og fremst í merkinu sem er samblanda af opinni bók og semíkommu, sem lokar forminu og er það vísun í tungumálið og forritun. Semíkomma er nýtt í hvoru tveggja. Þegar rýnt er í merkið má þar sjá að formin mynda upphafsstafina M og B fyrir Málbankann.
