Veflausnir
Vefir eru andlit fyrirtækja og stofnana út á við, eru í raun lykilstarfskraftur í sölu og þjónustu. Þess vegna margborgar það sig að fjárfesta í sérhönnuðum vef - bæði fyrir orðsporið og til að ná til fleiri viðskiptavina.

Fjárfestu í orðspori og betri þjónustu
Vefurinn þinn skiptir öllu máli
Það getur verið freistandi og jafnvel rökrétt að kaupa ódýran, tilbúinn vef byggðan á sniðmáti og fylla inn í hann með eigin texta og myndum. Slíkir vefir verða hins vegar sjaldan að meiru en bæklingi um starfsemina á netinu.
Þau fyrirtæki sem taka stafræna markaðssetningu, sölu og þjónustu alvarlega fjárfesta í sérhönnuðum vef. Við hönnum og þróum létta, hraðvirka og fallega vefi sem koma upp á réttum tímapunkti í leitarvélum. Við bjóðum líka upp á hýsingu, þjónustu og viðhald svo að engir boltar fari í gólfið.
Einstakir vefir sem ná markmiðum sínum
Markmiðið með vefsíðu getur verið að fjölga bókunum, selja vörur eða fá fólk til að hafa samband. Vefir eru eins og öflugur starfskraftur sem vinnur fyrir eigandann allan sólarhringinn. Við sérhönnum vefi í kringum ferðalag viðskiptavina - hvernig fólk uppgötvar þjónustuna og hvað sannfærir fólk til að taka stökkið. Við pössum líka að vefurinn falli að vörumerkinu, sé smekklegur og vel upp byggður, og að öll notenda- og þjónustuupplifun sé snurðulaus.
Öll þjónusta á einum stað
Við getum kafað dýpra í þau vörumerki sem við erum að vinna með til að þau njóti sín betur í stafrænum miðlum. Við getum rannsakað hegðun markhópa til að ná betur til þeirra og lágmarka brottfall í sölu. Við getum skrifað hnitmiðaðan texta fyrir vefi og unnið með ljósmyndara til að taka efnið á hærra plan.
Við getum líka bara hannað og framleitt vef sem nær markmiðum sínum, hratt og vel. Það kostar minna en þú heldur - þó að við gefum aldrei afslátt af hraða, öryggi, aðgengi eða leitarvélabestun.
Hvað gerum við?
- Sérsniðnir vefir
- Markaðsvefir
- Vefverslanir
- Upplýsinga- og efnisveitur
- Sjálfsafgreiðsla
- Upplifunarvefir
- Ýmsar tæknilausnir á vef
Dæmigerð nálgun
Kjarni
- 1 hönnuður
- 1-2 forritarar
Stuðningur
- Verkefnisstjóri
- Vefráðgjafi
- Efnishönnuður
Dæmigerð lengd verkefnis
- 3 - 6 mánuðir
Áherslur
- Rannsóknarvinna og stefnumótun er unnin hratt í vinnustofum eða spretti
- Stefna og rammi fastsett svo að hönnun geti gengið án hindrana
- Gæðastjórnun frá hönnuði í gegnum forritunarferlið
- Sveigjanleg nálgun í samvinnu. Mögulegt að vinna eingöngu með hönnunarstúdíó Kolibri og með ytri samstarfsaðilum.



