Veflausnir

Vefir eru andlit fyrirtækja út á við og oftast fyrsta viðkynning. Hvort sem tilgangurinn er að styrkja ímyndina, selja meira eða upplýsa betur, þá komum við með sköpunar- og drifkraftinn sem þarf til að þinn vefur standi upp úr.

Þjónustan

Skapandi stafræn markaðssetning

Sveigjanlegt samstarf á traustum grunni

Hjá Kolibri byggjum við á hönnunarhugsun í okkar vefsíðugerð. Við viljum skilja viðskiptamarkmiðin og mynda samkennd með notendum. Við komumst svo saman að kjarna málsins og gerum plan til að vefurinn fari sem fyrst í loftið. Að öðru leyti er nálgun okkar sveigjanleg. Þarfir viðskiptavina okkar eru alls konar. Sum þeirra þurfa endurmörkun fyrir stafræna miðla, efnishönnun eða tengingar við eigin kerfi. Öðrum nægir að byggja á eigin vinnu og nýta reynslu okkar og sérþekkingu á margreyndum aðferðum. Við vinnum þétt með okkar viðskiptavinum og stöndum með því sem er réttast og hagkvæmast að gera fyrir hvert verkefni.

Hvort þarf að uppfæra eða endurnýja vefinn?

Það getur verið snúið að uppfæra vef sem er kominn til ára sinna og hefur ekki verið sinnt. Oft er bæði notendaviðmótið og ásýndin fléttuð saman við eldra vefumsjónarkerfi. Í þessum tilfellum er líklegt að það sé besta lausnin að hanna og þróa nýjan vef frá grunni. En ef grunnurinn er góður getur verið betra að byggja á honum og horfa frekar til vefbestunar.

Keyra á þetta... eða byrja smátt?

Við njótum okkar best í fullri keyrslu með allt undir, en stundum þarf bara að taka fyrsta skrefið. Í þeim tilfellum er gott að hefja samstarf á afmörkuðum þáttum, t.d. ráðgjöf, stefnumótun, hönnunarspretti, eða taka fyrir ákveðna hluta vefsins. Hafðu samband til að sjá hvað við getum gert saman!

Í hnotskurn

Hvað gerum við?

  • Sérsniðnir vefir
  • Markaðsvefir
  • Vefverslanir
  • Upplýsinga- og efnisveitur
  • Sjálfsafgreiðsla
  • Upplifunarvefir
  • Ýmsar tæknilausnir á vef

Dæmigerð nálgun

Kjarni

  • 1 hönnuður
  • 1-2 forritarar

Stuðningur

  • Verkefnisstjóri
  • UX-sérfræðingur

Dæmigerð lengd verkefnis

  • 3 - 6 mánuðir

Áherslur

  • Rannsóknarvinna og stefnumótun er unnin hratt í vinnustofum eða spretti
  • Stefna og rammi fastsett svo að hönnun geti gengið án hindrana
  • Gæðastjórnun frá hönnuði í gegnum forritunarferlið
  • Sveigjanleg nálgun í samvinnu. Mögulegt að vinna eingöngu með hönnunarstúdíó Kolibri og með ytri samstarfsaðilum.
Verkefni

Lausnir úr þjónustunni