Okkar heimur

Góðgerðarsamtökin Okkar heimur leituðu til Kolibri vegna nýs vefs, með það markmið að vekja meiri athygli á starfinu og ná betur til ungmenna, aðstandenda og fagfólks.

Nýr vefur Okkar heims fór í loftið samhliða málþingi samtakanna 18. september 2025.

Verkefnið

Fræðsla og stuðningur sem breytir öllu

Okkar heimur starfar í þágu barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda og veitir fjölskyldum fræðslu og stuðning, ásamt því að vinna markvisst með fagaðilum. Vegna eðlis starfseminnar þarf Okkar heimur að veita öfluga fræðslu og upplýsingamiðlun til margra markhópa.

Uppbygging nýs vefs tekur mið af þessari áskorun og gerir þessum mismunandi þörfum góð skil með skýrum skilaboðum og fræðslu til hvers hóps um sig. Sérstök áhersla er lögð á að kynna fjölskyldusmiðjur og stuðningshópa Okkar heims.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Stafræn mörkun

Kolibri vann nýja mörkun fyrir stafræna miðla með Okkar heimi. Við vildum að ásýndin væri vinaleg og aðgengileg, með ákveðna mýkt en skýran ramma. Litirnir eru fjölbreyttir án þess að vera óreiðukenndir og leturgerðir voru valdar með aðgengi og læsileika í huga. Viðfangsefnið getur verið erfitt fyrir fólk og þess vegna fannst okkur mikilvægt að vefurinn í heild væri einnig með mildan og látlausan heildarsvip.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Markhópar og fræðsla

Markhópar Okkar heims fyrir fræðslu og stuðning eru fimm - yngri börn, ungmenni, foreldrar, aðrir aðstandendur og fagfólk.

Vefurinn inniheldur hnitmiðaðar fræðslugreinar fyrir alla þessa markhópa, til að styðja og leiðbeina á erfiðum tímum.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Teikningar

Fallegar teikningar frá Söru Rós Guðmundsdóttur, sem starfar sem sjálfboðaliði fyrir samtökin, leika stórt hlutverk í ásýnd samtakana. Teikningarnar vísa í barnæskuna með litagleði ásamt mjúkum og óreglulegum línum. Meira er um teikningar af hlutum og leikföngum á síðum fyrir börn, en abstrakt form eru ráðandi á síðum fyrir eldri markhópa.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Betri framtíð fyrir fjölskyldur

Viðurkenningar

Ummæli

Sigríður Gísladóttir
Framkvæmdastjóri
Okkar heimur

Samstarfið við Kolibri var faglegt og árangursríkt. Starfsfólkið sýndi mikinn áhuga á markmiðum verkefnisins, lagði sig fram við að skilja hópinn sem síðan er ætluð og nálgaðist efnið af næmni og skilningi. Okkur fannst vel haldið utan um samstarfið og við erum afar ánægð með loka útkomuna.

Mælingar