Fræðsla og stuðningur sem breytir öllu
Okkar heimur starfar í þágu barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda og veitir fjölskyldum fræðslu og stuðning, ásamt því að vinna markvisst með fagaðilum. Vegna eðlis starfseminnar þarf Okkar heimur að veita öfluga fræðslu og upplýsingamiðlun til margra markhópa.
Uppbygging nýs vefs tekur mið af þessari áskorun og gerir þessum mismunandi þörfum góð skil með skýrum skilaboðum og fræðslu til hvers hóps um sig. Sérstök áhersla er lögð á að kynna fjölskyldusmiðjur og stuðningshópa Okkar heims.
