DMR

Kolibri og dómsmálaráðuneytið hafa um langt skeið átt í farsælu samstarfi um stafræna umbreytingu íslenska réttarvörslukerfisins, með áherslu á málarekstur fyrir dómstólum. Vegferðin gengur í stuttu máli út á að flytja gögn en ekki fólk, að hætta margskráningum gagna og auka réttaröryggi með aðgengi að réttum gögnum á réttum tíma.

3 árum eftir gangsetningu hefur Réttarvörslugátt verið innleidd í 21 stofnun í réttarvörslukerfinu. Hátt í 2000 dómsmál eru afgreidd á ári með miklum sparnaði í handavinnu og útprentunum. Aðilar fá aðgang að gögnum fyrr og eru allir með sömu mynd af stöðu mála. Vinnsla er hraðari án þess að það komi niður á réttaröryggi eða réttlátri málsmálferð, og vinnubrögð hafa verið samræmd þvert á stofnanir.

Rannsóknarmál

Stafræn bylting í dómskerfinu

Þögul bylting hefur átt sér stað í íslenska réttarvörslukerfinu síðan 2020. Allar stofnanir ákæruvaldsins (lögreglustjórar og saksóknarar), héraðsdómstólar, Landsréttur og verjendur sakborninga nýta í dag veflausn á vegum dómsmálaráðuneytisins, Réttarvörslugátt, til að skiptast með öruggum hætti á upplýsingum og eiga gagnasamskipti í tengslum við afgreiðslu á gæsluvarðhalds- og farbannskröfum og rannsóknarheimildum.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Ákærur

Flytjum gögn en ekki fólk

Unnið hefur verið að því að búa til stafrænan farveg fyrir ákærumál síðan 2022. Með þeirri breytingu verða enn fleiri litlar byltingar. Ferðum með gögn mun fækka verulega og sjálfvirkni aukast í vinnslu málsgagna hjá ákæruvaldinu. Möguleikar opnast á að bæta aðgengi aðila, m.a. réttargæslumanna og þolenda, að gögnum og stöðu mála.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Lausn sem fær góða dóma

Viðurkenningar

Íslensku vefverðlaunin 2020
Gull
Vefkerfi ársins
Íslensku vefverðlaunin 2022
Tilnefning
Stafræn lausn ársins

Ummæli

Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir
Verkefnisstjóri
Dómsmálaráðuneytið

Ég er virkilega ánægð með þétt og kraftmikið samstarf Kolibri og Dómsmálaráðuneytisins. Teymið hjá Kolibri býr yfir framúrskarandi hæfni til að vinna vel með notendum og setja sig í þeirra spor. Þessi eiginleiki hefur gert gæfumuninn í verkefninu. Sú nálgun að skila nægilega verðmætri lausn hratt í hendur notenda skilaði því einnig að við höfum fengið byr í seglin, það var mikil ánægja með lausnina strax og við höfum upplifað mikinn áhuga frá öllum á að þróa Réttarvörslugátt áfram og vinna fleiri sigra.

Mælingar