Regn

Regn er app sem gerir kaup og sölu á notuðum fötum að jafn þægilegri upplifun og hefðbundin vefverslun.

Appið er fáanlegt í App Store og er væntanlegt fyrir Android snemma árs 2024.

Með Regn-appinu hafa Regn og Kolibri sett ný viðmið í notendaupplifun og öryggi í verslun með notaðar vörur á Íslandi.

Áskorunin

Hleypum nýju lífi í verslun með notuð föt

Regn er sprotafyrirtæki í eigu Kolibri og frumkvöðla sem brenna bæði fyrir tísku og hringrásarhagkerfinu. Kolibri sá um mörkun fyrirtækisins sem og hönnun, vörustjórnun, og forritun á appinu en í öflugu teymi Regn eru einnig sérfræðingar í markaðsmálum, verslun, o.fl.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Kennimerki

Í mörkun Regn eru bæði sterk grafísk kennimerki, t.d. gulir vörumerkjaborðar, og auðþekkjanlegar ljósmyndir. Listræn stjórnun var í höndum Kolibri en ljósmyndirnar tók Svanhildur Kristjánsdóttir.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Ekkert vesen!

Eitt af leiðarljósum Regn er að upplifun kaupenda sé sem líkust því sem gerist hjá bestu netverslunum. Kaupendur borga fyrir vörurnar með Aur (Apple Pay framundan) og engin samskipti eiga sér stað fyrr en ganga þarf frá afhendingu. Þetta kemur í veg fyrir hark, prútt, og jafnvel óviðeigandi samskipti eða svindl sem er plága á hefðbundin peer-to-peer sölukerfi.

Hægt er að fletta í gegnum vöruúrvalið og leita með sama hætti og í öðrum netverslunum með föt. Einnig er hægt að finna og fylgja seljendum sem eru í svipaðri fatastærð eða með úrval sem falla að smekk kaupanda.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Einfalt að selja

Það er auðvelt fyrir seljendur að gera notuðu fötin að tekjulind. Það er ekkert upphafsgjald eða gjald fyrir að skrá föt í sölu. Það þarf ekki að safna í heilan bás til að réttlæta kostnaðinn. Regn tekur bara þóknun fyrir seldar vörur — ef og þegar þú selur þær.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Elskuð föt, ekkert vesen!

Viðurkenningar

FÍT 2024
Tilnefning
Opinn stafrænn flokkur

Ummæli

Mælingar

Appið hefur fengið frábærar viðtökur meðal notenda. Niðurhalað yfir 5 þúsund sinnum á fyrstu þremur mánuðum.
5.0
US App Store í lok árs 2023.
5.0
Íslenska App Store í lok árs 2023.