Reykjavík

Reykjavíkurborg og Kolibri unnu brautryðjendastarf árið 2019 í stafrænivæðingu opinberrar þjónustu á Íslandi. Opnað var fyrir umsókn um fjárhagsaðstoð á vegum sveitarfélagsins á vefnum og afgreiðsla umsóknanna nútímavædd.

Verkefnið stóðst allar áætlanir, hefur umbylt upplifun umsækjenda og einfaldað umsýslu starfsfólks borgarinnar. Það stytti bið eftir afgreiðslu um 90%, vann íslensku vefverðlaunin og er fyrirmyndin að fyrsta sameiginlega verkefni sveitarfélaga á Íslandi á sviði stafrænnar þjónustu.

Umsóknin

Meiri velferð og minna vesen

Það þykir sjálfsagt í dag í mörgum sveitarfélögum, en þótti ekki áður. Umsækjendur um fjárhagsaðstoð, sem er oft síðasta úrræðið í velferðarkerfinu, þurfa ekki að eyða tíma eða orku í að skilja hver þjónustan er og hvernig hún virkar. Þau þurfa ekki að kvíða fyrir heimsókninni á þjónustumiðstöð eða samtalinu við þjónustufulltrúann. Nú skráir umsækjandi sig einfaldlega inn með rafrænum skilríkjum og svarar nokkrum spurningum. Eftir það er birt skýr sýn um stöðu og framvindu umsóknarinnar.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Afgreiðslan

Aukin þægindi og mannlegri nálgun

Samhliða umsókninni þróuðu Reykjavíkurborg og Kolibri afgreiðslulausn fyrir umsóknir sem hefur verið innleidd í aðlagaðri mynd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stafræns Íslands hjá 10 öðrum sveitarfélögum síðan. Afgreiðsluviðmótið einfaldar afgreiðslu og samskipti við umsækjanda, og minnkar handavinnu.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Ávinningurinn

Hagræðing á réttum stað

Tímasparnaðurinn sem fólst í að hætta prentun, skönnun, ljósritun og að útskýra sömu hlutina aftur og aftur fyrir fólki var raunverulegur, en engum var sagt upp. Tíminn sem sparaðist fór einfaldlega í að veita betri velferðarþjónustu - að styðja við umsækjendur til að gera þeim kleift að komast fyrr af fjárhagsaðstoð og standa á eigin fótum.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Nýsköpun sem setur fólk í fyrsta sæti

Viðurkenningar

Íslensku vefverðlaunin 2019
Gull
Vefkerfi ársins (Ósk)
Íslensku vefverðlaunin 2019
Tilnefning
Vefkerfi ársins (Veita)

Ummæli

Dómnefnd íslensku vefverðlaunanna
Dómnefnd
SVEF

Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn!

Þröstur Sigurðsson
Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri

Kolibri hefur stutt Reykjavíkurborg í stafrænni umbreytingu í hinum ýmsu verkefnum. Við unnum með hugbúnaðarteymi frá Kolibri að gerð rafrænna umsókna um fjárhagsaðstoð inni á gólfi hjá okkur í 8 mánuði. Samstarfið gekk ótrúlega vel, allar áætlanir stóðust og hafði framlag Kolibri teymisins og vinnumenningin þeirra frábær áhrif á vinnustaðinn okkar.

Mælingar