kona að nota síma liggjandi á sófa

TM • App

Málið afgreitt á 60 sekúndum.

Það getur verið erfitt og flókið að fara í gegnum tjónatilkynningar hjá tryggingafélögum. Ferlið er langdregið og getur reynt á einstaklinga sem þurfa að leita til tryggingafélaga vegna tjóna sem þeir hafa lent í. TM vildi bæta upplifun viðskiptavina sinna af þessu mikilvæga ferli og í samstarfi við Kolibri var ákveðið að smíða stafræna lausn til þess að leysa vandann..

Skjáskot af tm appi

Aukin gæði þjónustu.

kona að nota síma sitjandi við borð

Langt ferli og mikil handavinna

Hjá flestum tryggingafélögum er ferlið þannig að viðskiptavinur þarf að tilkynna tjón, ýmist á pappír eða í gegnum PDF á vef félagsins. Þá tekur við handavinna hjá starfsfólki sem getur tekið langan tíma. Oft er ferlið langvinnt og snúið, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk tryggingafélaga.

TM og Kolibri hófu vegferð sem sneri að því að gera ferlið sjálfvirkt. Ákveðið var að fara í að endurhugsa frá grunni hvernig tjón eru afgreidd, ekki einungis færa núverandi kerfi í stafrænan búning.

Skjáskot af tm appi
Skjáskot af tm appi

Discovery vinnustofur

Alls tók ferlið einungis 5 mánuði, frá hugmynd að vöru. Samstarfið hófst á Discovery vinnustofum þar sem viðfangsefnið var greint og áætlun um vinnulag var skilgreind. Á um 3 vikum eftir að Discovery vinnu var lokið, lá fyrir frumgerð að vörunni. Í janúar 2018 fór svo TM appið í loftið. Kolibri vann náið með TM að því að greina vandamálið, teikna upp lausn og þróa appið.

skjáskot af TM appi fyrir tryggingar

Umbylting á upplifun viðskiptavina

Heildarferlið í dag tekur um 60 sekúndur! 60 sekúndur frá því viðskiptavinur byrjar ferlið og þar til að þau hafa fengið greitt inn á reikning hjá sér. Þetta er umbylting á þeirri upplifun sem viðskiptavinir tryggingafélaga hafa fengið fram að þessu. Upplifun viðskiptavina hefur því verið færð á mun hærra stig á sama tíma og kostnaður og tími hjá TM við afgreiðslu tjóna hefur lækkað.

Skjáskot af tm appi
Skjáskot af tm appi

„Á skömmum tíma höfum við séð mikla aukningu í notkun á TM appinu og Vádísi, stafræna söluráðgjafanum okkar. Hröð afgreiðsla, aukin sjálfvirkni og notendavænt viðmót hefur leitt til stórbættrar notendaupplifunar og það er okkar von að það muni leiða til aukinnar ánægju viðskiptavina.“

Páll Ammendrup Ólafsson, forstöðumaður Viðskiptaþróunar hjá TM.