kona situr við borð með fartölvu

TM • Sala á tryggingum

Vádís leiðir þig í gegnum kaup á tryggingum.

Það getur verið erfitt fyrir viðskiptavini tryggingafélaga að skilja hvað liggur bakvið í tryggingum og hvað felst í þeirri þjónustu sem verið er að kaupa. Með það að markmiði að gera söluferlið einfalt og gegnsætt fóru TM og Kolibri í verkefni að þróa Vádísi, sýndarráðgjafa sem leiðir viðskiptavini í gegnum söluferlið.

Skjáskot af tm appi

Einfaldar vörur

Ein helsta áskorunin í verkefninu var að taka flóknar vörur og setja þær fram á einfaldan hátt. Markmiðið er að viðskiptavinum sé veitt fyrsta flokks ráðgjöf svo þeir séu rétt tryggðir. Það þýðir að framsetning þarf að vera einföld og skiljanleg en þó svo þannig að allar upplýsingar komist réttar til skila.

Einfalt og sjálfvirkt.

kona að nota tölvu standandi við vegg

Hlusta og þróa

Verkefnið tók einungis 6 mánuði. Í upphafi var keyrður hönnunarsprettur og niðurstöður hans voru notaðar sem leiðarljós í gegnum alla þróunarvinnuna. Útkoman úr hönnunarsprettinum var frumgerð að þjónustu sem fór í þróun hjá Kolibri og TM og var sett í loftið um leið og við höfum skapað virði fyrir viðskiptavininn. Í öllu ferlinu var sífellt verið að framkvæma notendaprófanir til að fá endurgjöf frá viðskiptavinum sem við nýttum í áframhaldandi þróun.

Skjáskot af tm appi
Skjáskot af tm appi
Skjáskot af tm appi

Stafrænn ráðgjafi

Vádís leiðir viðskiptavininn í gegnum allt ferlið, veitir þeim ráðgjöf og hjálpar þeim að finna þær tryggingarnar sem þeir þurfa á auðveldan og gegnsæjan máta. Allt ferlið, frá upphafi til enda er 100% stafrænt og sjálfvirkt.

skjáskot af tm vef

„Á skömmum tíma höfum við séð mikla aukningu í notkun á TM appinu og Vádísi, stafræna söluráðgjafanum okkar. Hröð afgreiðsla, aukin sjálfvirkni og notendavænt viðmót hefur leitt til stórbættrar notendaupplifunar og það er okkar von að það muni leiða til aukinnar ánægju viðskiptavina.“

Páll Ammendrup Ólafsson, forstöðumaður Viðskiptaþróunar hjá TM.