Samhljómur í stafrænni mörkun
Fyrsti áfanginn var að hanna og þróa nýjan vef bankans. Heildstæð stafræn mörkun var unnin af hönnuðum Kolibri, í samstarfi við Brandenburg. Á sama tíma var grunnur lagður að nýju hönnunarkerfi.
Hönnunarkerfið var mátað við ólíkar stafrænar lausnir, meðal annars við frumgerð að nýju Íslandsbanka-appi sem kom í stað tveggja eldri appa. Margar hugmyndir voru prófaðar við endurhönnun appsins en á endanum var afhent sannreynd frumgerð. Núverandi app byggir enn á þessum grunni.



