Íslandsbanki

Íslandsbanki er eitt þekktasta vörumerki landsins. Bankinn var brautryðjandi á sínum tíma á sviði stafrænnar bankaþjónustu.

Á árunum 2017-2019 vann Kolibri með bankanum að því að efla stafræna ásýnd og þjónustu, til að sú ferska og manneskjulega þjónusta sem viðskiptavinir upplifðu í útibúum skilaði sér að fullu inn í stafræna miðla.

Áskorunin

Samhljómur í stafrænni mörkun

Fyrsti áfanginn var að hanna og þróa nýjan vef bankans.  Heildstæð stafræn mörkun var unnin af hönnuðum Kolibri, í samstarfi við Brandenburg. Á sama tíma var grunnur lagður að nýju hönnunarkerfi.

Hönnunarkerfið var mátað við ólíkar stafrænar lausnir, meðal annars við frumgerð að nýju Íslandsbanka-appi sem kom í stað tveggja eldri appa. Margar hugmyndir voru prófaðar við endurhönnun appsins en á endanum var afhent sannreynd frumgerð. Núverandi app byggir enn á þessum grunni.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Stefnumótun

Allt hönnunarferlið var notendamiðað og byggðist á víðtæku samstarfi við starfsfólk bankans þvert á svið og deildir. Hönnun vefsins var stöðugt prófuð og betrumbætt með aðkomu bæði notenda og starfsfólks.

Þessi vinna leiddi til mótunar nýrrar vefstefnu sem byggði á gögnum um notkun og viðhorf viðskiptavina og starfsfólks. Stórar ákvarðanir voru teknar í kjölfarið um upplýsingahögun og tækniumhverfi. Leiðarljósið var að einfalda bæði efnisumsjón og efnistök, gera alla þjónustu bankans aðgengilegri fyrir viðskiptavini, og tala til fólks á afslappaðri og mannlegri máta.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Útkoman

Vefurinn fór í loftið á slóðinni islandsbanki.is í janúar 2019, og var í raun frumsýning á nýrri stafrænni mörkun bankans. Stafræn upplifun var orðin fersk og nútímaleg – í takt við upplifun í útibúum bankans.

Verkefnið er skýrt dæmi um innleiðingu stefnu þar sem mótun á stafrænni mörkun fór fram samhliða lykilverkefni á borð við nýjan vef og app. Með því tókst að draga saman áður sundurslitnar stafrænar lausnir og skapa heildstæða og samræmda notendaupplifun.

Frá því að vefurinn var settur í loftið hefur Íslandsbanki, í samstarfi við Hugsmiðjuna, haldið áfram markvissri þróun og unnið hefur verið að ítrun vefsins og eflingu stafrænnar þjónustu í takt við línuna sem var lögð.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Áhersla á hönnun borgar sig til framtíðar

Viðurkenningar

Ummæli

Guðrún Skúladóttir
Deildarstjóri vefþróunar
Íslandsbanki

Að vinna með hæfileikaríku teymi hjá Kolibri var algjör forsenda ítarlegrar greiningavinnu sem skapaði m.a. leiðarljósið „Einfaldleiki, skilningur og notendur fyrst“. Drifkrafturinn og metnaðurinn í notendamiðuðum vinnubrögðum skilaði sér í glæsilegum nýjum vef fyrir Íslandsbanka. Teymið sá til þess að allar áskoranir voru tæklaðar af fagmennsku og metnaði. Þar að auki var mikið lagt uppúr því að halda í gleðina og ræða tilfinningarnar reglulega sem hefur skilað sér inn í vinnumenningu vefteymis Íslandsbanka enn þann dag í dag.

Mælingar