tveir snjallsímar sem sýna skjáskot af verkefni

Alcoa Fjarðaál • Hönnunarsprettur

Stafræn lausn sem sparar milljarða.

Skautskipti eru eitt mannfrekasta verkið í starfsemi Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til að tryggja jafna straumdreifingu og skilvirkni rafgreiningar á áli er mikilvægt að nákvæmni í skautskiptum sé sem allra mest og frávikum haldið í lágmarki. Kranar sem notaðar eru við skautskipti hafa möguleika á að mæla nákvæmni og gæði skautskipta. Þessar gæðamælingar hafa ekki verið settar fram fyrir starfsfólk á aðgengilegan og auðskiljanlegan hátt. Því var erfitt fyrir starfsfólkið að bregðast við, bæta vinnuferla og læra af mælingunum.

unnið við töflu í hönnunarspretti
unnið við borð í hönnunarspretti
hugmyndir að útfærslu á vegg

Bætt aðgengi að gögnum

Alcoa Fjarðaál hóf samstarf með Kolibri sem fólst í notendarannsóknum til að skilja starfsemina og þarfir og væntingar endanotenda, sem eru starfsfólk í skautskiptum kerskála. Í framhaldinu var haldinn hönnunarsprettur þar sem markmiðið var að bæta aðgengi að gögnum, auka upplýsingaflæði og veita virka endurgjöf byggða á mælingunum. Þetta allt þurfti svo að koma saman í notendavænni stafrænni lausn.

Hönnunarspretturinn samanstóð af starfsfólki Kolibri og Alcoa Fjarðaáls sem unnu saman í þrjá daga til að ramma inn áskoranirnar, þróa hugmyndir, skissa og setja saman frumgerð sem var loks hægt að sýna starfsfólki og fá endurgjöf.

Aukið upplýsingaflæði.

snjallsímar sem sýna skjáskot af verkefni

Valdefling starfsfólks

Sterk sýn í gegnum alla vinnuna var að veita starfsfólki kerskála eignarhald á eigin mælingum um frammistöðu sinnar vinnu. Það var gert með því að gefa þeim færi á að sýsla með eigin gögn, aðlaga þau að sínum þörfum, fylgjast með mælingum í rauntíma og greina mynstur. Einnig gat starfsfólk gefið endurgjöf á mælingarnar, komið með útskýringar, leiðréttingar og þ.a.l. bætt gæði mælinganna.

Notendaprófanir á frumgerð lausnarinnar sýndu fram á aukinn árangur í starfi, en með lausninni gat starfsfólk brugðist hraðar við sem skilar sér í betri vöru og meiri gæðum. Einnig veitti lausnin starfsfólki hvatningu fyrir vel unnin störf og jók starfsánægju.

Mælanleg markmið.

snallsími sem sýnir skjáskot af verkefni
snallsími sem sýnir skjáskot af verkefni

Hratt í loftið

Afurðin er app þar sem starfsfólk kerskála getur séð frammstöðu kerskála myndrænt, fylgt eigin frammistöðu sem og frammistöðu vaktarinnar í heild sinni og borið saman. Einnig getur starfsfólkið rakið frávik og fengið fræðslu í formi kennslumyndbanda. Stór nýjung var markmiðasetning, en lausnin gefur starfsfólki kleift að setja sér mælanleg markmið og veitir þeim hvatningu á skemmtilegan og uppörvandi hátt. Allt þetta auðveldar lærdóm og veitir starfsfólki endurgjöf í rauntíma.

Fjarðaál sáu verðmæti lausnarinnar strax og komu henni í hendurnar á starfsfólki á nokkrum vikum. Lausnin leiðir til betri og hraðari framleiðslu, betri vöru hjá Alcoa Fjarðaáli og sparnaðar upp á milljarða íslenskra króna.

“Kolibri teymið leiddi okkur hjá Fjarðaáli af öryggi, fagmennsku og sköpunargleði við okkar fyrsta hönnunarsprett. Þeirra nálgun á vandamál í framleiðslu hjálpaði okkur af stað í stafræna vegferð þar sem framleiðslustarfsfólk og þeirra eigin markmið eru í forgrunni. Appið hefur verið valið sem alþjóðleg lausn sem verður í framtíðinni innleidd í verksmiðjur Alcoa á heimsvísu.”

María Ósk Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestinga, framleiðsluþróunar og upplýsingatækni, Alcoa Fjarðaál.